Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2009 | 22:10
Ekki Skemma Mótmælin X2
Er erfitt að skilja þetta?
Hvers eiga venjulegir mótmælendur svo að gjalda ef lögreglan herðir almennt allar aðgerðir, því þetta er sko ekki svona mjúkt sem er tekið á mótmælendum erlendis, Ég er handviss um að það eru aðilar sem vilja láta beita meiri hörku og þeir sem láta svona eru að spila einmitt uppí hendurnar á þeir með svona látum.
Hverjir vilja sjá gúmmíkúlur og brynvarða bíla, þetta dót er til það vantar bara afsökun fyrir því að nota þetta, svo notið heilasellurnar ekki skemma mótmælin fyrir öllum hinum bara af því skapið er að hlaupa með eitthvern í gönur.
lögreglan notar myndavélar þegar brotið er á henni, gera það sama nota vélar, það hefur sýnt sig að það virkar, sbr lögreglan sem tók strákinn í búðinni hálstaki í sumar nota myndavéla, ekki gangstéttarhellur, gott mottó "ef þú getur ekki haldið þér á mottunni þá skaltu halda þér heima".
kostningar á árinu takk
Munu hafa uppi á ofbeldismönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.1.2009 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 16:53
allt að þremur?
Held etta eiga ad vera "hlaða inn eitt af þremur vírusvarnaforritum" en ekki "hlaða inn allt að þremur vírusvarnaforritum" ellegar bara conflict of vesen, svo bara velkomnir i klúbbinn ;)
Svo náttúrulega Firefox vafrann fyrir enn meira öryggi.
Apple leggur áherslu á vírusvarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 21:07
Geir er er nú bara Geir en ekki meir.
Ef okkur Íslendinga vantar sterkan leiðtoga þá er Geir ekki beint á top10, eða top100 eða top1000, kannski möguleiki að hann sé á top100000 en eitthverjir myndu víst kalla mig bjartsýnan fyrir að halda því framm.
Allavegana hvað varðar ástandiðþá já það eru margir möguleikar í stöðunni eða einsog einn kínverskur málsháttur segir, "þegar vindar breytinga blása þá byggja sumir skýli en aðrir vindmyllur".
Íslendingar einblína á vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 20:32
Bara ekki láta neinn skemma mótmælin
Þegar Ísland gekk í NATO þá komu eitthverjir af stað slagsmálum á Austurvelli, sem var öll sú ástæða sem þurfti til að ríma svæðið, og síðan þá hefur Ísland verið ein af hækjum NATO.
Reiði okkar allra í garð ráðamanna og annarra sem eru ábyrgir er ekki einkamál hvers og eins, Ekki láta neinn komast upp með að skemma mótmælin, keðjan er aðeins eins sterk og veikasti hlekkurinn..
Ráðist inn í Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.1.2009 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 17:17
Lög gegn Hryðjuverkum Misnotuð
Raddir sem vöruðu við misnotkun stjórnvalda á lögum gegn hryðjuverkum á sínum tíma reynast réttar.
Kunnigir segja Breta hafa beitt öllum brögðum til að koma íslenskum bönkum fyrir kattarnef.
Núverandi gjaldeyrisskortur bara toppurinn á ísjakanum.
Samskipti milli Bretlands og íslands hugsanlega ekki verið verri síðan á tímum þorskastríðanna.
Hvað næst..
Bretar varaðir við að ferðast til íslands?
Hryðjuverkalög gegn Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 20:49
Öryggið þitt og Öryggið mitt.
hmm svona "bresk atvik" eru sjálfsagt á leiðinni hingað líka á næstunni.
Spurning hvort eitthver byrjar að tengja þetta við eftirlitslausa gagnadreyfingu svosem á jafningjanetum, ef almenningur kvartar unda svona öryggisgötum.
Fartölvu með persónulegum gögnum stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 21:30
Hvar eru Höfuðpaurarnir?
Mikið hefur verið dregið í land frá því að básúnað var yfir þjóðinni þann 29sep 2004 að nú hefðu 12 höfuðpaurar í netglæpahringi verið handteknir og von væri á að fleiri fylgdu í kjölfarið þar sem tengsl höfuðpauranna við notendurna væru rekjanleg.. búúú scary stuff og já það hafði áhrif 40% af nettraffíkinni hvarf einsog dögg fyrir sólu ;) þá loksins föttuðu þeir að Ásgeir Ásgeirsson tálbeita höfundarrétthafa hafði dregið þá á asnaeyrunum allann þennan tíma með krydduðum sögum um leynisamfélag jafningjanetsnotenda og ýmislegt misjafnt sem þar færi nú sennilega fram.
En hvar eru þá alvöru höfuðpaurarnir ef ekki þessir ákærðu? nú skal ég taka dæmi um hvað þú tæknihefur einstaklingur sérð ef þú notar DC eða torrent forrit, og leitar að efni með því. Þú finnur t.d. 700mb skrá sem heitir eitthvað einsog Bmovie.DVDrip.aXXo.avi eða 350mb skrá með heiti einsog The.Long.End.episode.7x26.the.absolutly.final.longest.end.episode.HDTV.teampuke.mpeg o.s.f. flestir spá ekkert í nafngiftinni eða fileid.diz og *.nfo skjölunum sem fylgja með þessum skrám en þau segja alla söguna um hverjir gefa skrána út hverjir eru útgefendur skrárinnar o.s.f. hvort sem um er að ræða eigendur (höfundarrétthafa) viðkomandi efnis eða ekki þá eru þetta óneitanlega hinir raunverulegu höfuðpaurar þessir erlendu "útgáfu grúppur" (release groups) bera alla ábyrgð á að viðkomandi efni kemst á netið þær útgáfur af efni sem finnast svo inná tölvum almennra netnotenda eru útgefnar af þessum aðilum hvernig sem þessir aðilar fara að því að geta gefið út mynd sem er ekki einu sinni komin í bíó er óráðin gáta en það er líklegast að þessar erlendu útgáfu grúppur hafa mann í innsta hring framleiðslu viðkomandi efnis, og þar að leiðandi greiðan aðgang að viðkomandi efni, mjög líklegt er að um starfsmann hjá viðkomandi kvikmyndafyrirtæki sé að ræða eða starfsmann hjá undir/verktaka fyrirtæki og er það þá sá einstaklingur sem stuðlar að leka efnisins á netið, svona mál ef komast upp eru líklegast leyst innan fyrirtækisins því þau ná aldrei í blöðin, enda hvar standa þessir aðilar ef það kæmist upp að starfsmaður hafi lekið efninu á netið, hvers á þá þriðji aðili sem niðurhalar þessu viðkomandi efni að gjalda hann er ekki útgefandi viðkomandi skrár heldur bara hlekkur í keðju jafningjanetanna sem þessar grúppur leka efninu sínu á.
Útgáfu grúppur einsog axxo eigna sér jú heiðurinn og þar að leiðandi ábyrgðina á dreyfingu og deilingu þessarra skráa og eru þar að leiðandi án efa hinir raunverulegu höfuðpaurar ef eitthver er höfuðpaur.
sjá t.d. nánar hérna um aXXo
Interview: aXXo, The Most Popular DVD Ripper on BitTorrent
Written by Ernesto on March 11, 2007In real life, aXXo is probably just an average person, but on the Internet hes a celebrity, with over a million people downloading his DVDrips every month. The search term aXXo is among the top searches on every torrent site, and even anti-piracy organizations use his name to trap people into downloading fake torrents. We had the chance to ask him a few questions, and find out a little more about him.
For those of you who never heard of aXXo, he is responsible for hundreds of DVDrips that find their way to millions of PCs around the world. Most of the rips are 700MB, made to fit on a single CD. Some have criticized his preference for single CD rips because of the inferior video quality, but most pirates agree that he does a great job.
Sakfelldir fyrir að vista höfundarvarið efni á nettengdum tölvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 13:54
Annad Hljod i strokknum
Prince kærir sænska sjóræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 11:21
50 Cent segir skráaskipti ekki skaða tónlistarmenn, Tónlistarbransinn verði að aðlagast breyttum tímum
Í viðtali í Osló á dögunum lét rapparinn 50 Cent hafa eftir sér að hann teldi skráarskipti með tónlist á netinu ekki hafa slæm áhrif á tónlistarmenn. Þessi afstaða eins þekkts tónlistarmanns og 50 Cent málefnum varðandi skráarskipti á netinu þykja vera til marks um þá gjá sem skilur að unga og eldri tónlistarmenn í bransanum, og að yngri kynslóð tónlistarmanna deili ekki áhyggjum eldri kynslóðarinnar yfir skráaskiptum, en tækninni fleygir framm og allir (tónlistarbransinn) verða að aðlagast, segir 50 Cent svo að lokum.
Efni að hluta til þýtt uppúr grein héðan:
http://torrentfreak.com/50cent-file-sharing-doesnt-hurt-the-artists-071208/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 08:11
Ritskoðun Netsins Hefst.
Þetta er sjálfsagt framhaldi af því sem kom fram á forsíðunni á 24Stundir frá 10 Nóvember, en þar er talað við manneskju hjá alþjóðadeild lögreglunnar, (nánar á blaðsíðu 2 fyrirsögnin "Lögreglan hefji rannsókn á netinu") hún talar um nauðsyn þess að fá fjármagn til forvarnarstarfs gegn barnaklámi sem á að virka þannig að lögreglan í samvinnu við netþjónustufyrirtæki geti hindrað að ákveðnar skrár verði hægt að niðurhala, og er talað um eitthvað stafrænt auðkenni á í þeim efnum, allt þetta hljómar svosem gott og blessað við fyrstu sýn en þá spyr maður á sía sem þessi alveg pottþétt eftir að koma í veg fyrir dreifingu barnaklámi á netinu? svarið er einfalt.. Nei.
Það sem þetta er, er einfaldlega ódýr leið til að innleiða ritskoðun á internetið, undir því yndislega yfirskyninu að bara sé verið að sporna við dreifingu barnakláms og að það sé eini tilgangur yfirvalda þegar þau setja síu á internetið, en eins og kemur fram hér á eftir þá er raunin önnur á hinum Norðurlöndunum, þar sem annað og meira en bara barnaklám er síað frá sjónum þarlendra netnotenda.
Forsaga Sambærilegra Aðgerða:
Það kemur fram í fyrrnefndri frétt 24Stunda að þessi gagnasía sé Norsk að uppruna og hafi verið í prófun þar í landi í eitthvern tíma(Noregur er land þar sem rætt var á sínum tíma um að banna MP3 spilara, já ótrúlegt en satt enda rugluð og tækniheft yfirvöld þar á sveita-bæ, og svo er við það að bæta að ein svokölluð "plugin" í Skype forritinu sem gerir fólki kleyft að tala frítt/ódýrt saman heimshorna á milli með netiun er bönnuð þar því Norski Ríkissíminn kvartaði undan tekjumissi af völdum því), svo var þessi sía líka tekin upp í Svíþjóð fyrir eitthverju síðan og hafa orðið nokkur vandkvæði á hvað þessi sía hefur átt til með að flokka sem barnaklám og hvað ekki, sían hefur nefnilega að eitthverri ástæðu hafið það að loka á sumt það afþreyingarefni sem deilt í gegnum þarlenda heimsþekkta torrentsíðu sem ef það væri barnaklám, forsvarsmenn torrentsíðunnar sem ber nafnið www.thepiratebay.org eða TPB, telja yfirvöld vera með þessu að ganga erinda Alþjóðlegra Höfundarréttarsamtaka en ekki barnaheillar í Svíþjóð,enda undirbúa þeir nú að kæra þessa ritskoðun og spyrja sjálfsagt hvað sé næst á að loka aðgangi að Norður Kóreskum, Írönskum o.s.f. síðum til að þóknast Bush stjórninni í stríðinu þeirra gegn hryðjuverkum, hvar á þessi ritskoðun að enda?
Virkni Síunnar:
"Digital Signature" Tækni við að stafrænt auðkenna skrár er síður en svo fullkomin og má líkja henni ef eitthvað við vírusvörn þ.e.a.s. allt nýtt efni sem ekki er búið að bera kennslu á fer óhindrað í gegnum síuna, svo getur það tekið langan tíma og mikla vinnu að bera kennslu á barnaklámið og uppfæra síuna, ásamt því að öll vinna í kringum svona gangaöflun kostar heilmikið, og hver á svo að borga fyrir þessa ritskoðun?
Svo er tæknilega rúsínan í pulsuendanum varðandi þessa of metnu sía sú á að hún á ekki eftir að koma til með að geta hindrað neina dreifingu á barnaklámi þar sem skrár sem innihalda slíkt er hægt að breyta yfir í annað vídeó eða myndaformat og þá þekkir sían efnið ekki lengur og hleypir því í gegn, það eina sem þetta á eftir að gera með tíð og tíma ef af verður er að skapa aukinn pirring meðan netnotenda þar sem eftirþví sem gagnabankinn sem sían styðst við verður stærri þá á hættan á því að sían blokki eitthvað efni sem er alls ekki barnaklám en hefur kannski sömu stærð, skráarformat o.s.f. sem stafrænt auðkenni eitthverrar eldgamallar barnaklámsskrá hafði.
Sýnidæmi:
Þannig að tökum dæmi um aðila sem var tekinn fyrir barnaklám, hann er búinn að taka út refsinguna sýna eða á eftir að gera það, allavegana gagnagrunnur síunnar hefur á þeim tímapunkti verið uppfærður með öllu því efni sem hann var með, og þessi barnaklámshneigði aðili átti afrit af efninu sem lögreglan kom ekki höndum yfir ok hann fer á netið og kemst að því að hann getur ekki sent neitt af því efni sem hann er með útaf síunni svo hvað gerir hann? hann niðurhalar eitthverju myndvinnsluforriti sem bíður uppa svokallað "Batch Conversion" velur allar gömlu ljósmyndirnar sem hann er með velur svo nýtt ljósmyndaformat velur að breyta nafninu á þeim ef það á við líka og smellir á "Run", bíður í nokkrar mínútur fær sér kaffibolla og svo er hann kominn með sömu myndirnar en bara án gamla bannaða stafræna auðkenninu og getur deilt þeim frjálslega eða þar til hann þarf að breyta um format aftur, og það sama getur hann gert með vídeó í videóvinnsluforriti nema það tekur aðeins lengri tíma.
Þetta þýðir að grunni til er svona sía lítið sem ekkert að virka á þá fáu sem henni er ætlað að virka á og ef eitthvað þá væri hún bara að bjóða uppá framtíðar vandamál fyrir þá mörgu sem henni var ekki ætlað að virka á, því eftir því sem gagnagrunnurinn sem bera þarf stafrænt auðkenni skjala saman við verður stærri þá má leiða líkur að því að vinnslan við að bera allar þær skrár sem fara manna á milli saman við sífellt stækkandi gagnagrunn stafrænna auðkenna eigi eftir að valda síauknum töfum á allri umferð ásamt því fyrrgreinda möguleika á að venjuleg skjöl séu ranglega auðkennd sem barnaklám, allt þetta er svo bara uppskrift að óánægju og pirringi á meðal netnotenda útí stjórnvöld, lögreglu og símafyrirtæki sem svo sér ekki fyrir endann á, og það svo er allt fyrir utan þann möguleika að stjórnvöld fari að beyta þessarri síu gegn öðru því efni sem þeim þykir óæskilegt að landinn líti augum.
Niðurstaða:
Persónulega væri ég samt alveg til í að sjá þetta gerast bara til að þeir myndu sanna það sem maður hefur sterkan grun um að sé raunveruleg ástæða á bak við svona síu á veraldarvefinn eða nákvæmlega það sem haldið er fram af öðrum glöggum netriturum hérna á blog.is þ.e.a.s. bara meiri ritskoðun og enn meiri ritskoðun, mér skilst þetta sé að eitthverju leiti í notkun í Noregi nú þegar og hef heyrt að eitthverju þvílíku hafi verið beitt gegn TPB í Svíþjóð af þarlendum yfirvöldum þótt sýnt væri að ekki væri um barnaklám að ræða á síðunni, þ.e.a.s drullusokkarnir eru að reyna að nota barnaklám sem yfirskyn afþví þeir vita að hinn tæknihefti hluti almennings á ekki eftir að sjá neitt athugavert við svoleiðis aðgerðir afþví hann veit einfaldlega ekki betur.
Það er alltaf talað um Samnorrænt þetta og Samnorrænt hitt, svo fara allir dómsmálaráðherrarnir heim til sýn og láta eins og þetta sé eitthver sem þeir hafi ekkert persónulega með að gera, en við þjóðin verðum nú að sýna lit í samstarfi við hin norðurlöndin og taka þetta upp engu að síður, og þannig telja þeir sig sjálfsagt geta forðast að neikvæð athygli málsins hafi bein áhrif á pólitískar vinsældir þeirra, en þetta mál abbast uppá hæstvirtann dómsmálaráðherra Íslands og mætti spyrja að því tilefni er þetta hluti af Öryggis & Eftirlits Öldunni sem hefur riðið yfir Íslenskt samfélag á síðustu árum? en hafa ber í huga að Security og Safety er tvennt ólíkt, þótt það þýðist bæði sem Öryggi.
Þetta er náttúrulega bara Öfga Forræðishyggja, það er ekki eins og svona sía eigi eftir að koma til með að "lækna" eitthverja barnaperra þarna útí samfélaginu, eða hvaða jákvæðu áhrif sem þeir talsmenn hennar halda annars fram að þetta eigi svo eftir að skapa, Þetta er bara eitthvað sem hljómar vel en er svo bara hörmulega léleg og óþroskuð hugmynd.
Enda held ég að ef Vidkun Quisling væri enn lifandi þá yrði hann stoltur af löndum sínum núna í þeim Forræðis Fasisma sem þeir nú flytja yfir á annara þjóða net, enda ekki mikið spunnið í þarlenda netverjar sem eru sjálfsagt of uppteknir við að totta olíuspenann á ríkinu til að sjá að það er verið að valta yfir persónufrelsi þeirra, með síaukinni ritskoðun.
Og segjum sem svo fræðilega séð að þetta myndi virka alveg eins og stjórnvöld segja og að eitthverjir barnhneigðir einstaklingar fengu ekkert barnaklám á netinu, mun þeir þá hætta að spá í börn, myndu þeir læknast? hvaða töfralausn á þessi sía eftir að skapa nema þá að þesslags einstaklingar leyti sér fróunar í sýnu nánasta umhverfi þá í staðinn? úr hinu stafræna í hið áþreifanlega.. nei maður bara spyr, er það kannski ekki alveg eins möguleiki.
Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)